Bókasafn Snæfellsbæjar áfram lokað en hægt að panta bækur
02.12.2020 |
Fréttir
Bókasafn Snæfellsbæjar verður áfram lokað til 9. desember, en þá verður staðan tekin með tilliti til þeirra sóttvarnarreglna sem verða í gildi á þeim tíma. Meginástæða þess að bókasafnið verður lokað er sú að þar eru mikil þrengsli og loftræsting ekki góð.
Við viljum samt minna gesti bókasafnsins á að bókavörðurinn okkar er í vinnu og hægt er að panta tíma innan hefðbundins opnunartíma til að koma á bókasafnið. Jafnfræmt er hægt að hafa samband við hana til að panta bækur og sækja þær á bókasafnið eftir samkomulagi.
Síminn hjá Fríðu, bókaverði, er 893-3442, en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á smyrill1@simnet.is eða bokasafn@snb.is Opnunartími bókasafns veturinn 2020/2021:- Mánudaga frá 16:00 – 18:00
- Þriðjudaga frá 10:00 – 13:00 og 20:00 – 22:00
- Miðvikudaga frá 16:00 – 18:00
- Fimmtudaga frá 10:00 – 13:00
- Föstudaga frá 13:00 – 15:00