Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031, nýtt deiliskipulag fyrir hluta jarðar Gíslabæjar
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti þann 11. janúar 2022 tillögur að breytingu aðalskipulags Sæfellsbæjar 2015-2031 og deiliskipulagi fyrir hluta Gíslabæjar. Tillögurnar voru auglýstar með áberandi hætti samkvæmt 1. mgr. 31. og 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti frá 20. janúar til 10. mars 2022.
Breyting aðalskipulags felst í að landnotkun Melabúðar er breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð og vegna fyrirhugaðarar uppbyggingar ferðaþjónustu er svæði fyrir verslun og þjónustu á landi Gíslabæjar stækkað og svæði fyrir íbúðarbyggð minnkað. Breytingin tekur til uppdráttar á Hellnum og breytinga greinargerðar um svæði á Hellnum.
Deiliskipulag felur í sér uppbyggingu 1.000 fermetra íbúðarhótels fyrir allt að 16 hótelíbúðir neðan Akravegar og átta 40 fermetra gestahúsa ofan vegar, hvert fyrir 2-4 gesti.
Umsagnir og athugasendir gáfu tilefni til óverulegra breytinga og lagfæringa á gögnum eftir auglýsingu. Í deiliskipulagi var Akravegur breikkaður að ofanverðu og verður 7 m breiður, gönguleið við veg var hliðrað ofar í landið og byggingarreitur II var aðlagaður að breyttri helgunarlínu vegar og af meiri nákvæmni að 50 m línu frá strandlínu.
Í breytingu aðalskipulags og deiliskipulagi var bætt inn texta og texti lagfræður varðandi hugsanlegt jarðskrið eða brot í bjargbrún og sett inn ákvæði um samráð og leyfi Umhverfisstofnunar. Sett voru inn skýr ákvæði um samráð við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands vegna fráveitu. Auk þess var texti lagfærður vegna fram kominna athugasemda og ábendinga.
Tillögurnar ásamt fylgiritum hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar, aðalskipulag til staðfestingar og deiliskipulag til vörslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Snæfellsbæjar. Viðhengi: Auglýsing um breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031, land Melabúðar 1 og hluti lands Gíslabæjar