Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 vegna golfvallar
06.04.2020 |
Fréttir
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti þann 2. apríl 2020 sl. aðalskipulagsbreytingu vegna golfvallar sunnan Rifs.
Tillaga var auglýst skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felst í að óbyggðu svæði sunnan Rifs er breytt í íþróttasvæði (ÍÞ-3) þar sem fyrirhugaður golfvöllur mun verða. Breyting verður á þéttbýlisuppdrætti Hellissands/Rifs og greinargerð.
Tillagan var auglýst frá 6. febrúar til 19. mars 2020. Engar athugasemdir bárust og umsagnir umsagnaraðila gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Snæfellsbæjar.