Breyting deiliskipulags frístundahúsa við Sölvaslóð

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 6. júní 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting á deiliskipulagi fyrir frístundalóðir við Sölvaslóð á Arnarstapa. Eftir breytingu verður heimilt nýtingarhlutfall á lóðum allt að 0.04 en var áður 0.03 miðað við brúttó gólfflöt.

Þetta hefur í för með sér breytingu á skilmálum þessum, en uppdráttur verður óbreyttur.

Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá og með 15. ágúst til og með 26. september 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdun er til 26. september 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangi: byggingarfulltrui@snb.is.