Breytingar á sorphirðu í Snæfellsbæ um áramótin
27.12.2024 |
Fréttir
Um áramótin verða gerðar þær breytingar á sorphirðu í Snæfellsbæ að pappa og plasti verður frá þeim tíma safnað á 3 vikna fresti í stað 5 vikna eins og verið hefur. Almenna- og lífræna sorpinu verður safnað áfram á 3 vikna fresti.
Nýja kerfið verður því þannig að öllu sorpi heim við hús verður safnað á 3 vikna fresti. Ástæður þess að farið er í þessar breytingar er sú staðreynd að íbúar eru mjög duglegir að flokka og metum við það þannig að nauðsynlegt sé að Snæfellsbær komi til móts við þessa góðu flokkun.
Jafnframt viljum við hvetja íbúa til að fara með stærri umbúðir beint á gámstöðina. Þegar stærri hlutir eru keyptir er ekki gert ráð fyrir að þær umbúðir séu settar í tunnurnar heima við hús.