Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla óskar eftir starfsmanni

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi, auglýsir eftir starfsmanni í skráningu safnmuna. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og þekkingu á safnastarfi, góð tök á íslenskri tungu og gott tölvulæsi. Um er að ræða framtíðarstarf og er mikilvægt að nýr starfsmaður hafi brennandi áhuga á að læra og tileinka sér þekkingu á innri starfsemi safnsins.

Starfsmaður mun starfa undir stjórn forstöðumanns Byggðasafns- Snæfellinga og Hnappdæla.

Starfshlutfall er 50%. Hæfniskröfur:
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  • Áhugi á sögu og menningu.
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
  • Hreint sakavottorð.
  • Reynsla af því að vinna upplýsingar á tölvutæku formi og góð tölvufærni.
Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Ísl. sveitarfélaga.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun. Umsóknarfrestur er til 05.01.2021

Umsóknum skal skilað til Hjördísar Pálsdóttur forstöðumanns, Hafnargötu 5 eða á netfangið hjordis@norskahusid.is. Nánari upplýsingar veita Hjördís Pálsdóttir sími 865-4516 og Ríkharður Hrafnkelsson mannauðs- og launafulltrúi, rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100. Nánari upplýsingar á vefsíðu Norska hússins.