Dagskrá 17. júní

Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní í Snæfellsbæ. Sérstök athygli er vakin á því að dagskráin verður í Sjómannagarðinum í Ólafsvík.

Kl. 10:30 Landsbankahlaup.
  • 5 ára og yngri hlaupa 500 metra.
  • 6-8 ára hlaupa 1,3 km
  • 9-11 ára hlaupa 2,5 km
  • 12-16 ára hlaupa 3,5 km
Kl. 13:00 Unglingadeildin Drekinn málar krakka í íþróttahúsinu og undirbýr fyrir skrúðgöngu. Kl. 13:45 Skrúðganga frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Kl. 14:00 í Sjómannagarðinum í Ólafsvík
  • Kynnir hátíðarinnar: Sigyn Blöndal
  • Hátíðin sett: Svandís Jóna Siguarðardóttir
  • Ávarp Fjallkonu
  • Helgistund: Sr Arnaldur Máni Finnsson ásamt kirkjukórum í Snæfellsbæ
  • Snæfellsnes sterkar stelpur sýna dans
  • Ræða nýstúdents: Unnur Eir Guðbjörnsdóttir
  • Tónlistaratriði: Hlöðver Smári Oddsson
  • Snæfellsbæingur ársins tilnefndur
  • Hestaeigendafélagið Hringur kemur ríðandi inn í bæinn og leyfir börnum að fara á bak.
  • Sjoppa, hoppukastalar og frisbygolf og kassaklifur í umsjón Unglingadeildarinnar Drekans.
Kl. 16:00 á Ólafsvíkurvelli
  • Víkingur Ólafsvík tekur á móti Keflavík í Inkasso-deildinni.
Gleðilega hátíð!