Dagskrá Ólafsvíkurvöku 2019
--
Fimmtudagur 4. júlí:
Bæjarbúar hittast í sínum hverfum og skreyta.
Kl. 21:00 Tónleikar með Lay Low í Frystiklefanum.
Föstudagur 5. júlí:
Kl. 14 - 15 Krakka Crossfit á sparkvellinum. KrakkaWod fyrir 6 - 15 ára á vegum CF SNB.
Kl. 16:00 Skákkennsla í íþróttahúsi Snæfellsbæjar.
Hrafn Jökulsson. Skráning á staðnum. Allur aldur.
Kl. 17 - 19 Hoppukastalar opnir við Sáið.
Kl. 17:30 Dorgveiðikeppni Sjósnæ og grillveisla á bryggjunni eftir keppni í boði Hafkaups.
Kl. 19:30 - 20 TM boltaþrautir og vítaspyrnukeppni fyrir krakka á sparkvellinum.
Úrslit fara svo fram í hálfleik Víkings og Aftureldingar ca. 20:45.
Kl. 20:00 Víkingur - Afturelding á Ólafsvíkurvelli.
Kl. 22 - 00 Garðpartý í Sjómannagarðinum.
Trausti Leó og Lena haldi uppi fjörinu í boði Olís-Rekstrarlands.
Kl. 00 - 03 Lifandi tónlist fram eftir nóttu á Sker Restaurant.
Laugardagur 6. júlí:
Kl. 9:30 Kassinn Þín Verslun Golfmót á Fróðárvelli.
Ræsing á öllum teigum. Minnum á skráningu á golf.isKl. 9:30 Skákmót í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Allir aldurshópar.
Kl. 11:30 - 13 Ólafsvíkurdraumurinn.
Skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur eða vinahópa, mæting í Átthagastofu. Skráning á staðnum, 3 - 5 í hverju liði. Lið verða ræst út kl. 12:00 stundvíslega.
Kl. 12 - 13:30 Átthagaganga
Leiðsögn Sævar Þórjónsson og Jenný Guðmundsdóttir. Gengið verður frá bílastæðinu við kirkjugarð Ólafsvíkur.
Kl. 13 - 17 Dagskrá við Sáið.
- Markaður og sölubásar
- Frisbígolf
- Sápubolti
- Hestamannafélagið Hringur teymir undir börnum
- Húsdýragarður
Kl. 13 - 17 Byssusýning í boði Skotveiðifélagsins Skotgrundar, Snæfellsnesi.
Í húsnæði Hobbitans á Ólafsbraut 19.
Kl. 14 Hátíðardagskrá á Þorgrímspalli:
- Kynnir er Guðmundur Jensson
- Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, setur hátíðina
- Pæjudans
- Eir og Melkorka taka lagið
- Samúel sýnir töfrabrögð
- Alda Dís syngur nokkur lög
- Verðlaunaafhendingar
- Herra Hnetusmjör tekur nokkur lög
Kl. 16 - 17 BMX Brós verða með sýningu á plani fyrir framan Fiskmarkað Íslands.
Kl. 20:30 Skrúðgöngur úr hverju hverfi leggja af stað og sameinast í Sjómannagarðinum.
Kl. 21 Sjómannagarðurinn
- Hverfaatriði
- Brekkusöngur með Jóni Sigurðssyni
- Verðlaunaafhendingar
Kl. 00 Dansleikur í Félagsheimilinu Klifi með Stjórninni.
Húsið opnar kl. 23:00. Miðaverð 3900. 18 ára aldurstakmark.