Dagskrá Ólafsvíkurvöku 2019

Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka verður haldin hátíðleg 4. - 7. júlí n.k. og er dagskrá með glæsilegasta móti. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskrá má sjá hér að neðan. Þá má smella hér til að ná í dagskrá í pdf formi. Góða skemmtun!

--

Fimmtudagur 4. júlí:

Bæjarbúar hittast í sínum hverfum og skreyta.

Kl. 21:00 Tónleikar með Lay Low í Frystiklefanum.

Föstudagur 5. júlí:

Kl. 14 - 15 Krakka Crossfit á sparkvellinum. KrakkaWod fyrir 6 - 15 ára á vegum CF SNB.

Kl. 16:00 Skákkennsla í íþróttahúsi Snæfellsbæjar.

Hrafn Jökulsson. Skráning á staðnum. Allur aldur.

Kl. 17 - 19 Hoppukastalar opnir við Sáið.

Kl. 17:30 Dorgveiðikeppni Sjósnæ og grillveisla á bryggjunni eftir keppni í boði Hafkaups.

Kl. 19:30 - 20 TM boltaþrautir og vítaspyrnukeppni fyrir krakka á sparkvellinum.

Úrslit fara svo fram í hálfleik Víkings og Aftureldingar ca. 20:45.

Kl. 20:00 Víkingur - Afturelding á Ólafsvíkurvelli.

Kl. 22 - 00 Garðpartý í Sjómannagarðinum.

Trausti Leó og Lena haldi uppi fjörinu í boði Olís-Rekstrarlands.

Kl. 00 - 03 Lifandi tónlist fram eftir nóttu á Sker Restaurant.

Laugardagur 6. júlí:

Kl. 9:30 Kassinn Þín Verslun Golfmót á Fróðárvelli.

Ræsing á öllum teigum. Minnum á skráningu á golf.is

Kl. 9:30 Skákmót í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Allir aldurshópar.

Kl. 11:30 - 13 Ólafsvíkurdraumurinn.

Skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur eða vinahópa, mæting í Átthagastofu. Skráning á staðnum, 3 - 5 í hverju liði. Lið verða ræst út kl. 12:00 stundvíslega.

Kl. 12 - 13:30 Átthagaganga

Leiðsögn Sævar Þórjónsson og Jenný Guðmundsdóttir. Gengið verður frá bílastæðinu við kirkjugarð Ólafsvíkur.

Kl. 13 - 17 Dagskrá við Sáið.

  • Markaður og sölubásar
  • Frisbígolf
  • Sápubolti
  • Hestamannafélagið Hringur teymir undir börnum
  • Húsdýragarður

Kl. 13 - 17 Byssusýning í boði Skotveiðifélagsins Skotgrundar, Snæfellsnesi.

Í húsnæði Hobbitans á Ólafsbraut 19.

Kl. 14 Hátíðardagskrá á Þorgrímspalli:

  • Kynnir er Guðmundur Jensson
  • Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, setur hátíðina
  • Pæjudans
  • Eir og Melkorka taka lagið
  • Samúel sýnir töfrabrögð
  • Alda Dís syngur nokkur lög
  • Verðlaunaafhendingar
  • Herra Hnetusmjör tekur nokkur lög

Kl. 16 - 17 BMX Brós verða með sýningu á plani fyrir framan Fiskmarkað Íslands.

Kl. 20:30 Skrúðgöngur úr hverju hverfi leggja af stað og sameinast í Sjómannagarðinum.

Kl. 21 Sjómannagarðurinn

  • Hverfaatriði
  • Brekkusöngur með Jóni Sigurðssyni
  • Verðlaunaafhendingar

Kl. 00 Dansleikur í Félagsheimilinu Klifi með Stjórninni.

Húsið opnar kl. 23:00. Miðaverð 3900. 18 ára aldurstakmark.