Dalbrekka í Ólafsvík, lýsing og matslýsing vegna fyrirhugðra breytinga aðalskipulags og nýs deiliskipulags

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti lýsingu og matslýsingu á fundi sínum þann 1. október 2024 vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar og gerðar nýs deiliskipulags í Dalbrekku í Ólafsvík. Fyrirhugað er nýtt íbúðasvæði og breytingar á athafnasvæði og íþróttasvæði. Svæðið sem breyting aðalskipulags nær til er um 12,6 ha landsvæði. Þar er gert ráð fyrir að athafnasvæði AT-2 minnki og AT-3 stækki, íþróttasvæði ÍÞ-3 minnki og að innan nýs íbúðarsvæði ÍB-5 verði blönduð íbúðabyggð.

Hér með eru lýsing og matslýsing vegna breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags kynntar í samræmi við 30. og 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða umsagnir vegna lýsinganna frá 9. október til og með 1. nóvember 2024. Hægt er að skoða lýsingu og matslýsingu á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmerum 1200/2024 fyrir aðalskipulagsbreytingu og 1202/2024 fyrir nýtt deiliskipulag.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á www.skipulagsgatt.is undir sömu málsnúmerum.