Ekki gengið í hús á þrettándanum í Ólafsvík í ár

Sú hefð hefur verið í Ólafsvík á þrettándanum að börn hafa gengið hús úr húsi að sníkja gott í gogginn. Þetta er skemmtileg hefð sem því miður að taka breytingum í ár. Núna hafa sóttvarnaryfirvöld farið þess á leit að þessi venja verði ekki viðhöfð á þrettándanum í Ólafsvík árið 2021.

Staðan í Covid-19 faraldrinum er þannig að hún kallar á breyttar venjur. Frá sjónarhóli smitsjúkdómafræða er augljós hætta á að smit berist á milli þegar margir litlir hópar eiga samskipti við mörg heimili. Það er vitað að fullorðnir geta smitað börn og það er talið óeðlilegt í þessu árferði að börn séu að snerta hluti af mörgum heimilum.

Við tökum undir með sóttvarnaryfirvöldum og viljum því fara fram á það við íbúa Snæfellsbæjar að leggja þessa þrettándahefð í dvala þetta árið.

Með von um jákvæðar undirtektir.

Ljósmynd: Frá þrettándagleði í Ólafsvík 2016. Alfons Finnsson.