Hraðútboð sorphirðu í þéttbýli og dreifbýli og meðhöndun úrgangs - Grundarfjörður og Snæfellsbær

Þrjú tilboð bárust í sameiginlegu útboði sorpmála fyrir Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ sem opnað var 24. janúar sl. Fundað var með bjóðendum um miðjan febrúar. Eftir yfirferð og úrvinnslu var öllum tilboðum hafnað, en nýtt hraðútboð var sett af stað, þar sem sama útboð er endurtekið, með örlítið breyttum forsendum og styttri útboðsfresti en í fyrra skipti.

Sjá frétt um fyrra útboð í fréttasafni hér á síðunni.

Vísað er á auglýsingu og öll gögn tilheyrandi útboðinu, hér á vef Ríkiskaupa.