Fasteignagjöld 2019
01.02.2019 |
Fréttir
Álagningu fasteignagjalda 2019 hefur nú verið lokið. Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2019 verða sem fyrr ekki sendir út á pappír, heldur verða þeir aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is.
Ef óskað er eftir því að fá álagningarseðil sendan, vinsamlegast hafið samband við bæjarritara í síma 433 6900 eða á netfangið lilja@snb.is.
Greiðsluseðlar verða heldur ekki sendir út á pappír til þeirra sem fæddir eru eftir 1948, nema þess sé sérlega óskað. Ef óskað er eftir því að fá senda greiðsluseðla, vinsamlegast hafið samband í síma 433 6900 eða á netfangið lilja@snb.is.
Reikningsviðskipti við Snæfellsbæ síðastliðin þrjú ár er hægt að sjá með því að fara inn á Mínar síður á vefsíðu Snæfellsbæjar.
Gjalddagar fasteignagjalda verða átta, frá 1. febrúar til og með 1. september 2019. Ef fasteignagjöld eru gerð upp að fullu fyrir 15. mars 2019 fæst 3% staðgreiðsluafsláttur.
Hægt er að greiða fasteignagjöld með boðgreiðslum, og ef þess er óskað, vinsamlegast hafið samband við skrifstofur Snæfellsbæjar sem fyrst.
Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali. Athugið að ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.
Hægt er að senda fyrirspyrnir á bæjarritara með því að senda tölvupóst í netfangið lilja@snb.is eða hringja í síma 433 6900.