Félags- og skólaþjónusta óskar eftir fólki í stuðningsþjónustu fyrir fólk með fötlun
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í stuðningsþjónustu fyrir fólk með fötlun.
Stuðningsfjölskylda
Óskað er eftir fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að annast og styðja barn með fötlun inn á heimili stuðningsfjölskyldu eina helgi í mánuði.
Liðveisla
Óskað er eftir fólki sem er tilbúið til að sinna liðveislu. Markmið liðveislu er að hjálpa notendum að öðlast þau lífsgæði sem þykja eðlileg í samfélaginu, meðal annars með því að taka þátt í tómstundastarfi sem stuðlar að aukinni félagslegri þátttöku. Auk þess að stuðla að upplifun sem styrkja persónulegan þroska.
-
Við leitum að einstaklingum, 18 ára og eldri.
Fagleg vinnubrögð, virðing fyrir sérstöðu notenda og samstarf við aðstandendur.
Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið fssf@fssf.is.