Fiskiréttakeppni á Northern Wave kvikmyndahátíðinni

Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu?

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í Frystiklefanum helgina 26.-28. október næstkomandi.

Fiskiréttakeppnin fer þannig fram að hver keppandi mætir með sinn rétt í Frystiklefann og býður gestum hátíðarinnar að bragða á réttinum. Það eru svo gestir hátíðarinnar sem skera úr um hvaða fiskiréttur þykir bestur.

Keppnin fer fram á laugardagskvöldinu og er opin bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Þátttakendur geta óskað eftir fiskmeti frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Allir þátttakendur í keppninni fá tvö armbönd á hátíðina og flösku af Himbrimi, íslensku gæðagini. Sigurvegari keppninnar fær verðlaunagrip frá Lavaland, gjafabréf á einn af veitingastöðum Hrefnu Sætran og ferð í Buublees á Íslandi.

Skráning á heimasíðu hátíðarinnar Meðfylgjandi mynd var fengin á Facebook-síðu Frystiklefans og sýnir þátttakendur í fiskiréttakeppninni í fyrra.