Fjarkynning vegna áfangastaðaáætlunar Vesturlands 2021-2023
Nú stendur yfir vinna við aðgerðaáætlun Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands 2021 - 2023.
Af því tilefni verður rafræn netkynning á verkefninu þar sem Áfangastaðaáætlun Vesturlands er kynnt. Kynningin verður milli 16:30 – 17:30 á síðu SSV á Facebook. Sagt verður frá þeim verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðin ár samkvæmt aðgerðaráætlun Áfangastaðaáætlunar Vesturlands 2018 - 2020.
Í kjölfar fjarkynningarinnar verður opnað fyrir leiðbeinandi kosningu þar sem íbúar geta gefið leiðbeinandi álit á forgangsröðun verkefna varðandi uppbyggingu innviða á sínu svæði innan Vesturlands. Með þessu móti geta íbúar Vesturlands tekið virkan þátt í að móta verkefnaáætlun næstu þriggja ára. Hægt verður að nálgast þá kosingu á vef SSV að lokinni fjarkynningunni og nánari upplýsingar um það munu koma fram í fjarkynningunni.
Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.