Fjölbrautaskóli Snæfellinga - útboð um skólaakstur
16.09.2021 |
Fréttir
Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar eftir tilboðum í skólaakstur fyrir nemendur skólans veturinn 2021-2022.
Gert er ráð fyrir eins árs samningi með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Til verksins heyrir útvegun hópbifreiða og fjármögnun þeirra ásamt viðhaldi og rekstri. Útboðið skiptist í tvo innkaupahluta, þ.e. akstur frá Stykkishólmi til Grundarfjarðar og akstur frá Hellissandi til Grundarfjarðar, og er bjóðendum bæði heimilt að bjóða í báða innkaupahluta eða annan hvorn þeirra.
Útboðsgögn eru aðgengileg frá og með þriðjudeginum 14. september 2021 og skoða má hér.Tilboðum skal skila rafrænt gegnum ofangreint útboðskerfið eigi síðar en föstudaginn 24. september 2021, kl. 14:00.