Fjölbreytt og uppbyggileg sumarstörf hjá Snæfellsbæ
18.03.2025 |
Fréttir, Laus störf
Snæfellsbær leitar að drífandi einstaklingum 18 ára og eldri til að starfa við fjölbreytta og skemmtilega útivinnu í sumar sem hefur það að leiðarljósi að fegra umhverfi Snæfellsbæjar.
Um er að ræða hvort tveggja útivinnu við Áhaldahús Snæfellsbæjar og flokkstjórn vinnuskólahópa.
Almennar kröfur fyrir sumarvinnu:
- 100% störf í þrjá mánuði, frá 15. maí 2025.
- Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
- Umsækjendur þurfa að vera duglegir, áhugasamir um útivinnu, tóbakslausir, sjálfstæðir og góðar fyrirmyndir.
- Þekking á staðháttum í sveitarfélaginu er æskileg.
Umfram kröfur vegna flokkstjóra:
- Umsækjendur þurfa að vera færir um að stýra vinnuskólahópi og hafa áhuga á að vinna með og fræða ungmenni.
- Góð færni í íslensku.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2025.
Ekki er tekið við umsóknum að umsóknarfresti liðnum. Umsóknir berist í gegnum ráðningarvef Snæfellsbæjar.