Fjölgun hjúkrunarrýma á Jaðri um þrjú

Hjúkrunarrýmum á Jaðri fjölgaði um þrjú í kjölfar þess að nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars tók gildi þann 1. apríl sl.  Nýi samningurinn hefur í för með sér að biðlisti eftir plássi mun styttast, reksturinn styrkjast og þjónustan eflast.

Fyrri samningur gerði ráð fyrir 17 rýmum á Jaðri, 12 hjúkrunarrýmum og fimm dvalarrýmum. Nýr samningur gerir hins vegar ráð fyrir 19 rýmum á heimilinu, 15 hjúkrunarrýmum og fjórum dvalarrýmum.

Húsnæði Jaðars hentar vel fyrir breytingarnar og ekki þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir á því eða fjárfestingar.