Fjölmenningarhátíð í Snæfellsbæ aflýst
22.09.2020 |
Fréttir
Fjölmenningarhátíð Snæfellsbæjar verður ekki haldin í október nk. vegna aðstæðna í samfélaginu. Það er ekki fyrirséð að hátíðin geti farið fram með óbreyttu sniði í ár og því er það samfélagsleg ábyrgð skipuleggjenda að aflýsa henni að svo stöddu.
Fjölmenningarhátíðin hefur fest sig í sess sem einn af stóru menningarviðburðunum í Snæfellsbæ ár hvert og viðburðurinn stækkað með hverju árinu sem líður. Margir þátttakendur úr samfélaginu koma að skipulagi og vinnu vegna hátíðarinnar og fjölmargir gestir njóta afrakstursins, smakka þjóðlega rétti frá fjarlægum löndum, njóta skemmtiatriða og kynnast hvert öðru, ólíkum siðum og menningu.
Hátíðin verður haldin að ári liðnu í félagsheimilinu Klifi.
Ljósmynd: Fjölmenningarhátíð 2019/af