Fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi með forsetahjónum

Snæfellsbær býður til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Klifi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00 í tilefni þess að forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar.

Boðið verður upp á veitingar og tónlistaratriði.

Dagskrá:

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, býður forsetahjón velkomin.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp.

Tónlistaratriði í boði heimamanna:

  • Stefanía Klara Jóhannsdóttir 
    • „Memory“ eftir Andrew Lloyd Webber úr leikritinu Cats. Stefanía leikur á trompet. Undirleikur: Evgeny Makeev.
  • Veronica Osterhammer
    • „Krosshólaborg“ eftir Valentinu Kay. Texti eftir Egil Þórðarsson. Undirleikur: Evgeny Makeev og Elena Makeeva.
  • Evgeny Makeev
    • „I will wait for you“ eftir Michel Legrand úr franska leikritinu Regnhlífar í Cherbourg.
  • Valentina Kay
    • „Þitt fyrsta bros“ eftir Gunnar Þórðarsson. Valentina Kay og Evgeny Makeev.

Að loknum tónlistatriðum verður boðið upp á veitingar. Umsjón: Kvenfélag Hellissands. 

-

Íbúar og nærsveitungar eru hvattir til að koma til fundar við forsetahjónin og eiga ánægjulega kvöldstund.

Ennfremur eru íbúar hvattir til að flagga íslenska fánanum í tilefni dagsins.