Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga eru hvattir til að nýta frístundastyrk

Snæfellsbær minnir á að sveitarfélagið veitir foreldrum/forráðamönnum barna og unglinga á aldrinum 0 - 20 ára frístundastyrki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
 
Árið 2024 hljóðar styrkurinn upp á 33.000 kr. á ári.
 
Markmið með frístundastyrknum er að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í skipulögðu frístundastarfi í Snæfellsbæ og veita þeim tækifæri til þess óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.
 
Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga sem stunda íþróttir hjá Ungmennafélaginu Víking/Reyni ganga frá skráningu og nýta frístundastyrk í Abler-kerfinu sem ungmennafélagið notar. Vakin er athygli á því að skv. tilkynningu frá Ungmennafélaginu verða greiðsluseðlar fyrir heildarupphæð æfingagjalda sendir á foreldra/forráðamenn þeirra sem ekki hafa gengið frá skráningu fyrir 11. nóvember.
 
Vakni spurningar eða vanti aðstoð við skráningu er bent á netfangið umf@snb.is.