Forkynning tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Gíslabæjar á Hellnum

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 5. október 2021 að forkynna tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Gíslabæjar á Hellnum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með það í huga að samþykkja og auglýsa tillögu í kjölfarið. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu aðalskipulags, en þegar hefur lýsing vegna þess verið kynnt. Eftir að deiliskipulagstillagan verður samþykkt, mun hún verða auglýst samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Deiliskipulagið felur sér að gert verði ráð fyrir allt að 1.000 fermetra hótelíbúðum með lágmarks veitingaþjónustu neðan vegar og ofan vegar verði gert ráð fyrir allt að 8 smáhýsum go verði hvert hús allt að 40 fermetrar að stærð.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 14. október – 28. október 2021.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknideild Snæfellsbæjar í síðasta lagi 28. október 2021 á Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: