Forseti Íslands og forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar miðvikudaginn 30. október.
Í Snæfellsbæ munu forsetahjónin meðal annars heimsækja starfsstöðvar Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi; einnig verður heilsað upp á leikskólabörn í Krílakoti og eldri kynslóðina á Dvalarheimilinu Jaðri. Forsetahjónin munu heimsækja atvinnufyrirtæki á staðnum, þar á meðal Fiskverkunina Valafell og KG fiskverkun, auk þess sem þau sækja málstofu sem Snæfellsbær efnir til um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustunni á Snæfellsnesi. Að kvöldi býður bærinn til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og hefst hún klukkan 20:00.
Á fimmtudaginn liggur leið þeirra svo í sambærilega heimsókn til Grundarfjarðar.
Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Íslands