Fræðslu- og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar

Breiðafjarðarnefnd og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efna til fræðslu- og umræðuþings um framtíð verndarsvæðisins á Breiðafirði. Þingið fer fram í Tjarnarlundi í Dalabyggð þann 23. október og stendur frá kl. 11:00 til kl. 16:00.

Þingið er öllum opið en skráning er nauðsynleg á netfanginu breidafjordur@nsv.is.

Fundarstjóri: Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.

Dagskrá þingsins:

11:00 Setning, Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar

11:10 Ávarp Umhverfis- og auðlindaráðherra

11:25 Sérstaða Breiðafjarðar, Róbert Arnar Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands

11:55 Breiðafjörður sem Ramsarsvæði, Trausti Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands

12:10 Heimsminjaskrá UNESCO, Sigurður Þráinsson, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

-

12:25 Hádegisverður (skráning nauðsynleg á breidafjordur@nsv.is)

-

13:10 Af hverju að stofna þjóðgarð?, Steinar Kaldal, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

13:25 Reynslan af þjóðgarði, Björn Ingi Jónsson, svæðisráði suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

13:40 Snæfellingar og þjóðgarðurinn, Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ

13:55 Kostir og gallar friðlýsingar, Jón Björnsson, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

14:10 Man and the Biosphere Programme, Martin Price, ráðgjafanefnd um Man and the Bioshpere verkefnið

-

14:40 Kaffi

-

15:10 Næstu skref varðandi framtíð Breiðafjarðar, Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar

15:25 Fyrirspurnir og umræður

16:00 Dagskrárlok