Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til hádegis þann 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Ráðgjafi á vegum SSV býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Hægt er að hafa beint samband við ráðgjafa: Margrét Björk Björnsdóttir   maggy@west.is   s: 864-2955 Nánar á vef Ferðamálastofu