Framkvæmdir við Þjóðgarðsmiðstöð hefjast

Mynd af framkvæmdasvæði Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú í morgun vegna framkvæmda við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi:

Föstudaginn 5. apríl, hefjast framkvæmdir við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. 1.sti áfangi framkvæmda er jarðvegsvinna. Grunnur hússins hefur þegar verið mældur út og framkvæmdir eru að hefjast. Í tilefni þess mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, heimsækja framkvæmdastað á föstudag klukkan 14:45, skoða aðstæður og spjalla við heimamenn og gesti. Boðið verður uppá kaffi og kleinur í Sjóminjasafninu á Hellissandi til að fagna upphafi þessa merka áfanga.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull