Framlagning kjörskrár
17.05.2018 |
Fréttir
Kjörskráin liggur frammi til sýnis í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar
frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018 til og með föstudeginum 25. maí 2018 á venjulegum opnunartíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 5. maí 2018. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvar og hvort einstaklingar eru á kjörskrá. Athugasemdir við kjörskrá. Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn Snæfellsbæjar hið fyrsta.
Rétt er að taka fram að Á kjörskrá skal taka þá íbúa sveitarfélags sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár.
Sjá nánar um kosningarrétt hér. Sveitarstjórn ber að gæta þess að taka ekki aðra einstaklinga á kjörskrá en ótvírætt eiga kosningarrétt samkvæmt ákvæðum laga. Rétt er að ítreka að ávallt skal miða við skráð lögheimili samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Hafi einstaklingur til dæmis flutt milli sveitarfélaga án þess að flytja lögheimili sitt fyrir viðmiðunardag kjörskrár er óheimilt að taka hann á kjörskrá í því sveitarfélagi sem hann flutti til.
Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ