Fréttamolar frá leikskólanum
07.06.2018 |
Fréttir
Í síðustu viku var opið hús á Kríubóli og um leið var útskriftarathöfn elstu barna leikskólans. Ellefu börn voru í útskriftarhópnum í ár. Þau sungu fyrir gesti, m.a. sungu þau stafavísur úr námsefninu Lubbi finnur málbein, stafavísur fyrir alla upphafsstafi barnanna voru sungnar og gerðu þau það mjög vel. Foreldrar sáu um að grilla pylsur og setja á þær fyrir gestina, og svo fengu allir svala og skúffuköku.
Birna Sigurðardóttir, sem hefur sagt starfi sínu lausu eftir 26 ár, var kvödd og færður glaðningur sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf.
Ómar Lúðvíksson og Kay Wiggs færðu Kríubóli þrjú blómaker að gjöf í tilefni útskriftar Gunnars Bents Arasonar barnabarns þeirra úr leikskólanum. Við þökkum þeim innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og í gær var komið með mold og falleg sumarblóm sem sett voru í kerin. Börnunum fannst gaman að fylgjast með því þegar blómin voru sett niður.