Frístundaleiðbeinandi óskast í félagsmiðstöðina Afdrep
12.07.2022 |
Fréttir, Laus störf
Snæfellsbær óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í 30% stöðugildi í félagsmiðstöðina Afdrep veturinn 2022 – 2023. Viðkomandi þarf að geta unnið á mánudögum og fimmtudögum.
Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum.
Helstu verkefni:
- Skipuleggur starf félagsmiðstöðvar í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
- Starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni.
- Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.
- Sækir viðburði með börnum/unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er kostur.
- Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakarvottorð skv. 10. gr. æskulýðslaga (lög nr. 70/2007).
- Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Heiðarleiki, stundvísi og umburðarlyndi.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Upplýsingar veitir Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, í síma 433 9912 eða á kristfridur@snb.is.
Vinsamlega sendið umsóknir á ofangreint netfang.