Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni

Snæfellsbær minnir á að sveitarfélagið veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára frístundastyrki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Meginmarkmið frístundastyrksins er að öll börn, 5-18 ára, í Snæfellsbæ, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna.

Árið 2020 hljóðar frístundastyrkur upp á 20.000 krónur á ári.

Foreldrar/forráðamenn sækja einfaldlega um styrkinn í Nóra þegar iðkendur eru skráðir til æfinga og lækkar upphæðin þá sem um nemur frístundastyrknum og er upphæðinni sjálfkrafa ráðstafað sem greiðslu upp í æfingagjöld.

Viðhengi Reglur um frístundastyrk