Fyrirlestur um netöryggi fyrir foreldra

Grunnskóli Snæfellsbæjar, í samstarfi við foreldrafélög skólans, standa fyrir fræðslufundi um netöryggi fyrir foreldra.

Hildur Halldórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, verkefnastjórar Heimilis og skóla og SAFT, halda fyrirlesturinn.

„Við viljum vekja athygli foreldra og forráðamanna á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum sem vert er að vera vakandi fyrir. Komið hafa upp nokkur tilvik á síðustu vikum þar sem fullorðnir aðilar hafa verið að greiða ungmennum á grunnskólaaldri peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við ungmennin er í flestum tilvikum í gegnum samfélagsmiðla.“

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 2. febrúar kl. 18:00 og fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom. Sjá hlekk fyrir fund hér fyrir neðan. Allir foreldrar og forráðamenn velkomnir og hvattir til að mæta. Fyrirlesturinn verður jafnframt á ensku þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19:00 og fer einnig fram í gegnum Zoom.

________

Hlekkur: Smella hér til opna fund á Zoom 

 Meeting ID: 945 2368 4675

Passcode: 51661