Fyrsta tilslökun - hvað breytist 4. maí?

Fyrsta tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19 verður á morgun, mánudaginn 4. maí. Þá verður almenna reglan sú að 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Tveggja metra reglan verður áfram í gildi meðal fullorðinna og er mikil áhersla á sóttvarnir og hreinlæti.

Samkomubannið og sóttvarnaráðstafanir hafa eðlilega haft áhrif á starfsemi sveitarfélagsins undanfarnar vikur en með breyttum reglum sem taka gildi á morgun verður hægt að aflétta ákveðnum takmörkunum. Smám saman færist þjónusta bæjarins því til fyrra horfs.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar Heimsóknir verða leyfðar inn á heimilið með ákveðnum takmörkunum frá og með 4. maí. Nauðsynlegt verður að takmarka fjölda gesta hverju sinni og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Nánar í þessari tilkynningu frá Jaðri. Leikskóli

Skólastarf fer aftur í eðlilegt horf og börn geta mætt alla daga. Áfram verður þó unnið eftir tilmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna og hvatt til sérstaks hreinlætis. Opið hús í lok maí, sem haldið er árlega, verður ekki haldið í ár.

Grunnskóli

Mánudaginn 4. maí hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá. Sundkennsla og kennsla í list- og verkgreinum hefjast að nýju, reglur í skólabíl fara í fyrra horf, Skólabær og mötuneytið opna á ný.

Tónlistarskóli

Kennsla í tónlistarskóla verður með óbreyttu sniði en skv. tilmælum frá yfirvöldum verða árlegir vortónleikar ekki haldnir í ár.

Íþróttamannvirki

Íþróttahúsið í Ólafsvík opnar aftur fyrir starfsemi grunnskóla og íþróttastarfsemi barna í leik- og grunnskólum. Æfingar yngri flokka hjá UMF Víking/Reyni hefjast að óbreyttu. Sundlaugin í Ólafsvík verður áfram lokuð.

Skólabíll

Akstur skólabíls hefst aftur skv. áætlun næstkomandi mánudag.

Ærslabelgir

Lofti verður hleypt í ærslabelgina í Ólafsvík og á Hellissandi þann 4. maí. Skv. tilmælum frá almannavörnum verða þeir eingöngu fyrir 16 ára og yngri.

Bókasafn Bókasafn opnar á mánudaginn og verður opið þrjá daga í viku; mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Almennan opnunartíma má nálgast hér. Félagsstarf eldri borgara í Klifi

Félagsstarf eldri borgara í Klifi á miðvikudögum hefst ekki aftur að svo stöddu.

Tjaldsvæði

Beðið er leiðbeininga varðandi útfærslu á starfsemi tjaldsvæði frá almannavörnum en stefnt er að því að opna tjaldsvæðið í Ólafsvík á næstunni. Vegna framkvæmda á tjaldsvæðinu á Hellissandi opnar það ekki alveg strax.