Gatnaframkvæmdir í Sandholti, Ólafsvík

Á næstu dögum verður farið í gatnaframkvæmdir í Sandholti. Um er að ræða endurnýjun á götu á eldri hluta Sandholts, frá Grundarbraut að Þverbrekku.

Í stórum dráttum er um að ræða uppgröft, fyllingar, lagningu nýrra holræsislagna og vatnslagna í götunni, ásamt jarðvinnu vegna síma og rafstrengja. Ætlunin er að malbika götuna síðar í sumar og steypa nýja gangstétt.

Vegna framkvæmdarinnar þurfa íbúar að vera viðbúnir aukinni umferð vinnuvéla og lokunum á götunni tímabundið. Einnig má búast við truflun á vatni en íbúar verða upplýstir um það hverju sinni.