Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Grunnskóla Snæfellsbæjar
13.08.2024 |
Fréttir
Á 351. fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar var samþykkt að skólamáltíðir í Grunnskóla Snæfellsbæjar verði gjaldfrjálsar frá og með 1. ágúst 2024.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verður nú heimilt greiða framlög til sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða en Jöfnunarsjóður greiðir þegar ýmis önnur framlög til sveitarfélaga. Árlegt framlag úr ríkissjóði bætist við tekjur Jöfnunarsjóðs á árunum 2024-2027 vegna verkefnisins.