Gjaldskrá sorphirðu árið 2025 í Snæfellsbæ
08.01.2025 |
Fréttir
Í nýjasta tölublaði af bæjarblaðinu Jökli birtist fyrir mistök röng gjaldskrá sorphirðu í Snæfellsbæ fyrir árið 2025. Þar kom fram að gjald vegna komu á móttökustöð sorps undir Enni í Ólafsvík væri nú kr. 2000.-. Hið rétta er að komugjaldið er óbreytt og verður áfram kr. 500.-.
Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Rétt gjaldskrá er aðgengileg hér á vefsíðunni og verður birt rétt í Jökli í næstu viku.