Go West nýr þátttakandi í Vakanum

Go West / Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu.

Að sögn Jóns Jóels hefur það verið mjög lærdómsríkt ferli að innleiða gæðakerfi Vakans, þ.e. að skrifa niður og skerpa á hugmyndum og framkvæmd vistvænnar ferðaþjónustu: „Stór þáttur í því er að lýsa hvernig við njótum og göngum um náttúru landsins, gulleggið okkar sem við verðum að passa vel upp á. Okkar uppáhaldsstaður er Breiðafjarðarsvæðið, Dalir og Snæfellsnes en við förum einnig um Skaftafell og Öræfasveit, Fjallabak, Hornstrandir og ýmsar perlur í nágrenni Reykjavíkur.

Okkur er það sannarlega kappsmál að ferðaþjónum á Vesturlandi meðal þátttakenda Vakans. Því fleiri, því betra. Það mun styrkja okkur og landshlutann í heild“.

Snæfellsbær óskar Maggý og Jón Jóel til hamingju með flott starf.

Nánar má lesa um Vakann hér.