Góð aðsókn í sundlaugar yfir sumartímann

Aðsókn í Sundlaug Snæfellsbæjar er mjög svipuð milli ára þó veðrið í sumar hafi verið mun betra en árið á undan en í júní, júlí og ágúst á síðasta ári komu 7624 gestir í sundlaugin en 7726 á sama tíma í ár.

Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, jókst þó fjöldi ferðamanna á milli ára. Aðsókn í sundlaugina í Snæfellsbæ hefur þó aukist til muna eftir frábærar endurbætur sem gerðar voru á henni árið 2016. Lýsulaugar í Staðarsveit opnuðu aftur eftir miklar breytingar þann 13. júní síðastliðinn. Frágangi er þó ekki alveg lokið og verður hafist handa við að klára hann nú með haustinu. Á tímabilinu frá miðjum júní til loka ágúst komu á bilinu 8700 til 9000 gestir í laugina og er ánægjulegt að segja frá því að heimsóknum íslendinga í laugin hefur fjölgað til muna. Búið er að loka lauginni þetta haustið og mun hún opna aftur með vorinu.

Birtist fyrst í bæjarblaðinu Jökli.