Góð aðsókn í sundlaugina í Ólafsvík í sumar
03.09.2021 |
Fréttir
Góð aðsókn hefur verið í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík í sumar.
Ef teknar eru saman aðsóknartölur yfir tímabilið frá maí - ágúst árin 2018 - 2021 má sjá að heildarfjöldi gesta hefur aldrei verið meiri en á þessu ári, 9.864 gestir. Fjöldi gesta var heldur minni í júlí á þessu ári en fyrri ár, en á móti kemur að aðsóknin var heldur meiri hina mánuðina.
Það sem af er ári hafa 14.530 gestir farið í sundlaugina en á sama tímabili í fyrra voru sundlaugargestir 12.528 talsins. Er því um 14% aukningu að ræða frá fyrra ári.
Fjöldi gesta frá maí - ágúst 2018 - 2021:
2018: 9.313 gestir 2019: 9.333 gestir 2020: 9.310 gestir 2021: 9.864 gestir