Góð þátttaka og mikil samstaða á skólaþingi
24.01.2022 |
Fréttir, Sameiningarviðræður
Tæplega 50 einstaklingar tóku þátt í Skólaþingi á sunnanverðu Snæfellsnesi laugardaginn 22. janúar. Til Skólaþings var boðað til að hefja samræðu við íbúa og skólasamfélagið um framtíð skólastarfs á svæðinu. Verkefnið er liður í sameiningarviðræðum Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Þátttakendur lögðu áherslu á nauðsyn þess að framtíðarsýn um skólamál verði kynnt fyrir sameiningarkosningarnar. Íbúar þurfa að vita í hvaða átt á að fara.
Nánar má lesa um skólaþingið á snaefellingar.is.