Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir lausa stöðu í Lýsudeild
01.09.2023 |
Fréttir, Laus störf
Laus er tímabundin staða starfsmanns í leikskólaseli skólans, Lýsudeild, í 49% stöðugildi. Ráðningartímabilið er frá 3.10.2023 - 5.06.2024.
Starfssvið:
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega.
- Ýmis önnur verkefni sem falla til hverju sinni.
Hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 15. september 2023.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga.
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og Rósa Erlendsdóttir í síma 863 8328.
Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is.
Grunnskóli Snæfellsbæjar áskilur sér rétt til að ráða hvern sem er eða hafna öllum umsóknum.