Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir þrjár stöður kennara lausar til umsóknar

Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir þrjár stöður kennara lausar til umsóknar.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 240 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Grunnskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi grunnskóli sem hlotið hefur umhverfisvottunina Grænfánann. 

Auglýst er eftir:
  • Kennara í hönnun og smíði, 100% starf
  • Kennara í heimilisfræði, 50% starf
  • 100% tímabundna stöðu umsjónarkennara á unglingastigi, meðal kennslugreina eru íslenska og samfélagsfræðigreinar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar
  • Reynsla af teymisvinnu og áhuga á þróunarstarfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Umsóknir sendist fyrir 6. maí 2020 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar þar sem fram koma upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu.

Umsóknir sendist á netfangið hilmara@gsnb.is eða í pósti á neðangreint heimilisfang:

Grunnskóli Snæfellsbæjar,

Ennisbraut 11,

355 Snæfellsbæ

Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 - 9903 eða hilmara@gsnb.is.

Nánari upplýsingar um skóla má finna á heimasíðu skólans:

Heimasíða Grunnskóla Snæfellsbæjar