Grunnskóli Snæfellsbæjar óskar eftir kennurum og þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023
Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir lausar til umsóknar stöður kennara og þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022 – 2023.
Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með um 220 nemendur. Starfsstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans. Auglýst er eftir fagfólki í eftirfarandi stöður norðan Heiðar (Ólafsvík og Hellissandi)
- Kennara í hönnun og smíði í 100% starf
- Kennara í heimilisfræði
- Íþróttakennara í 50% starf
- Þroskaþjálfa í 100% starf
Auglýst er eftir kennurum við Lýsudeild skólans. Viðfangsefni eru kennsla yngri barn, list- og verkgreinar og tungumál í 5.-10. bekk. Um 90% starf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar
- Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknir sendist fyrir 12. maí 2022 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is.
Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu.
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894-9903 eða hilmara@gsnb.is.