Hamingjan er hér

Það er ánægjulegt að segja frá því að samkvæmt rannsókn sem Landlæknisembættið gerði á árunum 2016 - 2017 kom fram að íbúar Snæfellsbæjar séu hamingjusamastir allra íbúa í sveitarfélögum hér á landi. Snæfellsbær trónir á toppi rannsóknarinnar með 8,2 stig, en þess má geta að meðalhamingja Íslendinga reiknast sem 7,5 stig.

Meðfylgjandi mynd er tekin úr Skessuhorni, þar sem hamingjan í Snæfellsbæ varð Bjarna Þór, listmálara, hugleikin í Skessuskopi þá vikuna. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í heild sinni.

Sjá innslag í fréttatíma Stöðvar 2 um hamingju í Snæfellsbæ