Hátíðardagskrá í tilefni af 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ og verður dagskrá með hefðbundnu sniði. Dagskrá hátíðarhalda tekur þó mið af líðandi stund og eru íbúar hvattir til að virða persónulegt rými fólks.

Dagskrá:

Kl. 10:30 Landsbankahlaupið
  • 5 ára og yngri hlaupa 500 metra.
  • 6-8 ára hlaupa 1,3 km
  • 9-11 ára hlaupa 2,5 km
  • 12-16 ára hlaupa 3,5 km
Kl. 11:00 - 12:30 Lego-samkeppni (móttaka verka)

Tekið á móti Lego-verkum í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Engar reglur um byggingarstíl eða burðarvirki. Opið öllum frá 5 - 12 ára aldri.

Kl. 14:00 Hátíðardagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík
  • Kynnir hátíðarinnar: Margrét Vilhjálmsdóttir
  • Hátíðin sett: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
  • Ávarp fjallkonu
  • Helgistund: Sr. Óskar Ingi Ingason ásamt kirkjukórum í Snæfellsbæ
  • Ræða nýstúdents: Bjarni Arason
  • Snæfellsbæingur ársins tilnefndur
Kl. 14:00 - 17:00 Lego-samkeppni

Opin sýning á verkum í Lego-samkeppninni

Kl. 15:00 Við Hafró á Norðurtanga

Hesteigendafélagið Hringur leyfir börnum að fara á hestbak.

Kl. 15:30 Snæfellsbæjarleikarnir

Snæfellsbæjarleikar verða haldnir á svæðinu við íþróttahús Snæfellsbæjar.

  • Knattþrautir í umsjón mfl. Víkings
  • Streetball-mót
  • Leikjafjör í boði UMF Víkings/Reynis
  • Grillaðar pylsur og svalar fyrir krakka, úrslit úr TikTok-keppni og Lego-samkeppni