Hátíðardagskrá í tilefni af 17. júní 2021

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ og verður dagskrá með hefðbundnu sniði. Dagskrá hátíðarhalda tekur þó mið af líðandi stund og er auglýst með fyrirvara um gildandi samkomutakmarkanir.

Að vanda verður þjóðbúningurinn í öndvegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúning til að sýna sig og sjá aðra.

Dagskrá:

08:00 Íslenski fáninn dreginn að húni 10:30 Landsbankahlaupið

Landsbankahlaupið hefst við Landsbankann í Ólafsvík. Öllum er velkomið að taka þátt. Allir þátttakendur frá glaðning að loknu hlaupi.

  • 5 ára og yngri hlaupa 500 metra.
  • 6-8 ára hlaupa 1,3 km.
  • 9-11 ára hlaupa 2,5 km.
  • 12-16 ára hlaupa 3,5 km.
Kl. 11:00 - 12:30 Lego-samkeppni (móttaka verka)

Tekið á móti Lego-verkum í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Þema keppninnar í ár er Snæfellsbær. Leyfðu hugmyndarfluginu að ráða för og gerðu þína útgáfu af einhverju í Snæfellsbæ. Er það hús, fjall, Jökull, bátur eða haf? Þitt er valið. Opið öllum frá 5 - 16 ára aldri.

Kl. 11:00 - 13:00 Opið hús í Reiðhöllinni

Hesteigendafélagið Hringur teymir undir börnum.

Kl. 13:15 Unglingadeildin Drekinn

Andlitsmálning, nammi- og blöðrusala á vegum Unglingadeildar Drekans í íþróttahúsinu.

Kl. 13:45 Skrúðganga

Skrúðganga frá íþróttahúsinu í Sjómannagarðinn. Fjölmennum öll í tilefni dagsins.

Kl. 14:00 Hátíðardagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík
  • Kynnir hátíðar: Margrét Sif Sævarsdóttir
  • Hátíðin sett: Örvar Marteinsson
  • Ávarp fjallkonu
  • Helgistund: Sr. Óskar Ingi Ingason ásamt kirkjukórum í Snæfellsbæ
  • Ræða nýstúdents: Kristinn Jökull Kristinsson
  • Dansatriði frá pæjunum í 5. flokk
  • Verðlaunaafhending úr TikTik og Lego-keppni
Kl. 15:30 Snæfellsbæjarleikarnir

Það verður líf og fjör við íþróttahúsið í Ólafsvík þar sem Snæfellsbæjarleikarnir fara fram.

  • Knattþrautir með snillingunum í N.G. Ballerz
  • Leikir og fjör fyrir alla krakka
  • Pannavöllur
  • Bubble-bolti í boði Ungmennaráðs Snæfellsbæjar
  • Opin sýning á Lego-verkum í íþróttahúsinu
  • Nammi og blöðrusala á vegum Ungmennadeildar Drekans
  • Grillaðar pylsur og svalar fyrir krakkana

Gleðilega hátíð, kæru íbúar!