Hátíðardagskrá í tilefni af 17. júní 2023

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður að vanda haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ.

Allir ættu að geta fundið skemmtun við hæfi og eru íbúar hvattir til að gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum.

Dagskrá:

8:00 Íslenski fáninn dreginn að húni

10:00 Landsbankahlaup

  • Hefst við Landsbankann í Ólafsvík. Öllum velkomið að taka þátt. Ís í boði að loknu hlaupi.
    • 5 ára og yngri hlaupa 500m
    • 6-8 ára hlaupa 1,3 km
    • 9-11 ára hlaupa 2,5 km
    • 12-16 ára hlaupa 3,5 km

11:00 Opið hús í reiðhöllinni

  • Hesteigendafélagið Hringur teymir undir börnum frá kl. 11:00-12:30.

11:45 Skrúðganga

  • Skrúðganga frá íþróttahúsi að Sjómannagarði.
  • Andlitsmálning, nammi og blöðrusala á vegum Unglingadeildar Drekans.

12:00 Hátíðardagskrá í Sjómannagarði

  • Kynnir: Tinna Ýr Gunnarsdóttir
  • Setning hátíðar: Vilborg Lilja Stefánsdóttir
  • Ávarp fjallkonu
  • Helgistund: Sr. Ægir Örn Sveinsson ásamt kirkjukórum
  • Ræða nýstúdents
  • Tónlistaratriði: Garðar Kristjánsson og Sigurður Ragnar Haraldsson

14:00 Ólafsvíkurvöllur

  • Hoppukastalar og fjör fyrir krakkana.
  • Ungmennafélagið Víkingur/Reynir grillar hamborgara.
  • Mfl. Víkings Ólafsvíkur tekur á móti Sindra í mikilvægum deildarleik kl. 14:00.

Gleðilega hátíð, kæru íbúar!