Heima á Snæfellsnesi 2018

Heima á Snæfellsnesi er nafn viðburða sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur skipulagt og felur í sér að farnar verða þrjár hringleiðir um Snæfellsnes, stoppað á áhugaverðum stöðum og sögur lesnar úr landslaginu. Þetta verða fjölskylduvænar ferðir með áherslu á átthagafræði.

Sunnudaginn 12. ágúst er komið að fyrstu hringleiðinni og verður farið yfir Fróðárheiði og fyrir Jökul.

Dagskrá:

Kl. 12.12 Lagt af stað frá Tröð á Hellissandi.

Sameinumst í bíla eftir þörfum og höldum í Átthagastofuna í Ólafsvík. Þar verða viðkomustaðir hringferðarinnar kynntir og kaffi á boðstólum.

Stoppað verður við Bjarnarfoss, útsýnispallinn við höfnina á Arnarstapa og á Malarrifi.

Frá kl. 19.30 í Tröð.

Að lokinni hringferð ætlum við að grilla saman (þeir sem vilja, hver kemur með sitt nesti), fara í leiki og hafa gaman (allir hvattir til að taka með það sem þeim finnst skemmtilegt). Þeir sem komast ekki í hringferðina eru hvattir til að koma og grilla með okkur.

Hver ber ábyrgð: Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Ragnhildur Sigurðardóttir les sögur úr landslaginu.

Næsta hringferð verður um Fróðárheiði og Vatnaleið. Sú þriðja um Vatnaleið og Heydal. Dagsetningar kynntar síðar.