Heimsóknarreglur tímabundið hertar á Dvalarheimilinu Jaðri

Vegna smita í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um að herða tímabundið á heimsóknarreglum á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri. Þessar reglur munu gilda til 2. nóvember.

  • Einungis 2 gestir á dag.
  • Börn og aðrir sem eru óbólusettir eru beðnir um að koma ekki inn á heimilið.
  • Tryggja handþvott og spritt áður en komið er inn.
  • Hringja skal bjöllu til að komast inn, svo starfsmenn haldi utan um skráningu allra gesta.
  • Grímuskylda er bæði í sameiginlegum rýmum heimilisins og inni á herbergjum íbúa. Munum eftir 1 metra fjarlægðartakmörkunum.
  • Staldra eins stutt við í sameiginlegum rýmum og hægt er.
  • Alls ekki koma ef þið eruð með einkenni sem gætu bent til Covid: hósta, hálssærindi, mæði, niðurgang, uppköst, hita, höfuðverk, kviðverki, beinverki eða þreytu.