Heimsóknir jólasveina til Snæfellsbæjar
09.12.2019 |
Fréttir
Menningarnefnd Snæfellsbæjar hefur skipulagt notalegar jólastundir nú þegar líða fer að jólum. Hefð hefur skapast fyrir þessum viðburðum síðustu ár þar sem ungir sem aldnir koma saman og fagna komu hátíðarinnar með heimsóknum frá jólasveinum.
Í ár verður bryddað upp á þeirri nýjung að jólasveinarnir skjóta upp kollinum hér og þar um Snæfellsbæ í stað þess að heimsækja sama húsið oft og mörgum sinnum. Þetta árið geta krakkar, fjölskyldur og önnur jólabörn því sungið og dansað með jólasveinum sem hér segir:
12. desember kl. 17:30 - Gilbakki 14. desember kl. 17:00 - Sjóminjasafnið á Hellissandi 16. desember kl. 17:00 - Hraun Restaurant 18. desember kl. 17:00 - Bókasafn Snæfellsbæjar 20. desember kl. 17:00 - Sker Restaurant 22. desember kl. 17:00 - Útgerðin/Pakkhúsið Ljósmynd: ÞÚ/sérlegur aðstoðarmaður jólaveinanna