Hermína Kristín hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra

Hermína Kristín Lárusdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra við leikskóla Snæfellsbæjar. Hermína tekur formlega við starfinu af Ingigerði Stefánsdóttur þann 1. júní nk.

Hermína er fædd og uppalin í Snæfellsbæ og hefur starfað á leikskólanum í Ólafsvík síðan árið 2003; fyrst sem leikskólakennari til þriggja ára og sem aðstoðarleikskólastjóri frá 2006. Auk þess hefur hún verið aðstoðar- og sérkennslustjóri frá 2008. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004 og sem sérkennari frá Háskóla Íslands árið 2018. Auk þess er hún með leyfisbréf sem grunnskólakennari.

Við óskum Hermínu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana velkomna til nýrra starfa hjá Snæfellsbæ.